Kjúklingaréttir

Kjúk­linga- og bei­kon­pasta með rjómasósu

  • 2-3 kjúk­linga­bring­ur
  • bei­kon
  • penne pasta
  • 1 pakki svepp­ir
  • rauð paprika
  • 2 lauk­ar
  • graslauk­ur
  • 1 peli rjómi
  • rúm­lega hálf­ur par­mesanost­ur
  • mozzar­ella­ost­ur
  • pip­arost­ur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að steikja sveppi, lauk og papriku á lít­illi pönnu (setjið til hliðar).
  2. Steikið bei­konið þangað til það er orðið stökkt (setjið til hliðar).
  3. Steikið því næst kjúk­linga­bring­urn­ar (kryddið með salti + pip­ar) og sjóðið penne pastað á sama tíma.
  4. Takið fram pott og hellið rjóm­an­um út í.
  5. Bræðið pip­arost­inn og par­mesanost­inn á væg­um hita.
  6. Þegar pastað er soðið hellið vatn­inu af og bætið því sam­an við rjóma­osta­blönd­una ásamt kjúk­lingn­um (sem búið er að skera í pass­lega stóra bita).
  7. Steikta græn­metið fer svo sam­an við í lok­in.
  8. Smakkið til með svört­um pip­ar.
  9. Berið rétt­inn fram með smátt skorn­um graslauk og mozzar­ella osti.

Frá Mbl.is 24.4.2019